Um mig

 

Tinna Rut Torfadóttir

Tinna Rut er eigandi Sálarlífs sálfræðistofu og starfar að auki sem skólasálfræðingur hjá Skólaþjónustu Árborgar. Áður starfaði hún í Sunnulækjarskóla á Selfossi sem grunnskólakennari, eða alls í 8 ár (2007-2015) & var hún þar umsjónarkennari. 

Einnig er hún meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og í Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Hún sinnir ráðgjöf, greiningum og meðferðum fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Menntun

  • 2017 Háskóli Íslands
    Cand.Psych/Framhaldsnám í klínískri sálfræði með áherslu á klíníska barnasálfræði og skólasálfræði

  • 2015 Háskólinn á Akureyri
    B.A. í sálfræði

  • 2007 Háskólinn á Akureyri
    B.Ed. í kennarafræðum (grunnskólakennari)

  • 2002 Fjölbrautarskóli Suðurlands
    Stúdentspróf

Leyfisbréf

  • 2017 - Klínískur sálfræðingur

  • 2017 - Framhaldsskólakennari

  • 2007 - Grunnskólakennari 

Starfsferill

  • 2022

    Aðstoðarkennari í námskeiðinu ,,Hegðun og tilfinningar barna: Áskoranir og úrræði” við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

  • 2022

    Verið talsmaður í barnaverndarmálum.

  • 2021

    Verktaki hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts.

  • 2020

    Situr í Forvarnarteymi Árborgar.

  • 2020

    Verktaki hjá Fræðslusviði Reykjanesbæjar.

  • 2018
    Skólasálfræðingur hjá Skólaþjónustu Árborgar 

  • 2017-2018
    Yfirsálfræðingur hjá Akraneskaupstað. 

  • 2017 (maí – júní)
    Sunnulækjarskóli á Selfossi Grunnskólakennari

  • 2016-2017 (september – maí)
    Sálfræðiráðgjöf Háskóla Íslands
    Starfsþjálfun sem sálfræðingur

  • 2016-2017 (september – febrúar) Miðgarður/Þjónustumiðstöð Grafarvogs- og Kjalarness. Starfsþjálfun sem sálfræðingur

  • 2016 (maí – ágúst)
    Leikskólinn Óskaland í Hveragerði - Leikskólakennari

  • 2007 – 2015
    Sunnulækjarskóli á Selfossi
    Grunnskólakennari – Umsjónarkennari

Rannsóknir

  • 2017 - Meðferðartryggð í stýrðri kennslu Engelmanns og fimiþjálfun í fyrsta bekk í lestri

  • 2015 - Einelti og líðan : unnið upp úr könnuninni : heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014

  • 2007 - Ekki tala! Ekki treysta! Ekki finna til! : börn alkóhólista, líf þeirra og nám.

Námskeið

  • Apríl 2023

    Vinnustofa um dauðakvíða og sértæka fælni við uppköst með David Veale, geðlækni. Haldið af Kvíðameðferðarstöðinni.

  • September 2021

    Námskeið fyrir matsmenn haldið af Lögmannafélagi Íslands og dómstólasýslunni. Réttindi til að starfa sem ,,Dómkvaddur matsmaður” .

  • Október 2019
    Skimun og frumgreining einhverfurófsraskana með áherslu á notkun CARS-2-ST. Réttindanámskeið haldið á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. 

  • Október 2019
    Þjálfunarnámskeið fyrir fagfólk um ADIS kvíðagreiningarviðtalið. Réttindanámskeið haldið á Þroska- og hegðunarstöð. 

  • Ágúst 2019
    Tengslavandi barna og ungmenna. Námskeið á vegum Barna - og unglingageðdeildar. 

  • Maí 2019
    Krefjandi hegðun barna og ungmenna. Fyrirlesari Dr. Ross Greene. Haldið á vegum fagdeildar sálfræðinga við skóla. (Reykjavík Natura Icelandair Hotels).

  • Febrúar 2018
    Bayley smábarnapróf. Réttindanámskeið haldið á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. 

  • September 2017
    Leiðbeinendanámskeið um foreldranámskeiðið: Námsekið um uppeldi barna með ADHD. Réttindanámskeið haldið á Þroska - og hegðunarstöð. 

  • Mars 2017
    TF- CBT. Námskeið á vegum endurmenntunar Háskóla Íslands. Trauma-Focused Cognitive Behavior Therapy (TF-CBT). Training and Implementation Support með Monicu Fitzgerald.

  • Sept-nóv 2017
    Litlir klókir krakkar – Leiðbeinandanámskeið – Miðgarður
    (Þjónustumiðstöð Grafarvogs- og Kjalarness).

  • Mars 2016
    K-SADS – greiningarviðtal. Réttindanámskeið með Bertrand Lauth og Páli Magnússyni.

  • Mars 2016
    SOS – Hjálp fyrir foreldra. Leiðbeinandaréttindi með
    Zuilmu Gabrielu Sigurðardóttur.

  • 2012 Sept – Nóv
    Hafði umsjón með kennaranema í Sunnulækjarskóla.

  • 2012 Jan – Maí
    Stýrihópavinna í Sunnulækjarskóla (Líðan nemenda – skóli fyrir alla).

Ráðstefnur og fræðslufundir

  • Október 2023

    ADHD samtökin í samstarfi við ADHD Europe standa fyrir tveggja daga alþjóðlegri afmælisráðstefnu um ADHD sem nefnist „Betra líf með ADHD“ . Ráðstefnan fram fer á Grand Hótel Reykjavík dagana 26. og 27. október 2023.

  • Október 2023

    Satís - Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi. Haldin dagana 5. og 6. október.

  • September 2023

    MENNTAKVIKA fer fram 28. - 29. september 2023.

    Er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í menntavísindum og á tengdum sviðum hverju sinni. Áhersla Menntakviku í ár er menntastefna og farsæld og verða 225 erindi flutt og 56 málstofur á Menntakviku í ár.

  • Janúar 2023

    Árleg ráðstefna Barna- og unglingageðdeildar Landspítala. ,,Raddir lífsins eru margar - Skólaforðun, áskoranir og úrræði”

  • Maí 2022

    Börn með fatlanir - Virkni og velferð. Vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar ríkisins. Haldin á Hilton Reykjavík Nordica 12. og 13. maí 2022.

  • Maí 2022

    Geðrækt er málið. Ráðstefna haldin á Grand Hótel Reykjavík. Ásamt vinnustofu um BUILD forvarnarnámskeið.

  • Febrúar 2022
    National Association of School Psychologists 2022 Annual Convention. Haldið í Boston USA 15. - 18. febrúar. 

  • Janúar 2022

    Árleg ráðstefna Barna- og unglingageðdeildar Landspítala. Það þarf þorp - Áföll, sjálfskaði og sjálfsvígshætta.

  • Október 2021

    Ráðstefna Satís um atferlisgreiningu. Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (Reykjavík Natura).

  • Maí 2021

    Börn með fatlanir - Viðhorf og valdefling. Greiningar - og ráðgjafarstöð ríkisins. (Hilton Reykjavík Nordica). 

  • Janúar 2021

    Ráðstefna BUGL 2021. Margbreytileiki einhverfurófsins.

  • September 2020
    Mennt er máttur. Fjölbreytt þjónusta fyrir nemendur með
    sérþarfir á öllum skólastigum. Greiningar - og ráðgjafarstöð ríkisins. (Hilton Reykjavík Nordica). 

  • Febrúar 2020
    National Association of School Psychologists 2020 Annual Convention. Haldið í Baltimore USA 18. - 21. febrúar. 

  • Janúar 2020
    Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Barna- og unglingageðdeild. (Grand Hótel).

  • Maí 2019
    Framtíðin er núna! Snemmtæk íhlutun barna með þroskafrávik. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. (Hilton Reykjavík Nordica). 

  • Janúar 2019
    Fræðin í forgrunni. Barna- og unglingageðdeild. (Grand Hótel). 

  • Janúar 2016
    Málþing; Hinn gullni meðalvegur – Barna- og unglingageðdeild LSH (Grand Hótel, Reykjavík).

  • Janúar 2014
    Málþing; Tilfinningaraskanir barna – Barna- og unglingageðdeild LSH. (Reykjavík Natura Icelandair Hotels).

  • Mars 2012
    Málþing um börn og unglinga með hegðunar/og eða geðraskanir – Sjónarhóll (Hilton Hótel Reykjavík).

  • Nóvember 2010
    Fræðslufundur um einhverfu og skyldar þroskaraskanir. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

  • Ágúst 2011
    Læs í vor – lestur á mörkum skólastiga Guðríður Adda Ragnarsdóttir, sálfræðingur og kennsluráðgjafi.

  • Október 2010
    Börn með Downs-heilkenni í grunnskóla
    Greiningarstöð ríkisins.

  • Október 2007
    Einhverfa og skipulögð kennsla
    Sigrún Hjartardóttir einhverfuráðgjafi.

  • Ágúst 2007
    Uppeldi til ábyrgðar.