Að leita til sálfræðings

Það getur reynst einstaklingum oft erfitt að taka skrefið og hitta sálfræðing. Eðlilegt er að upplifa óöryggi fyrir fyrsta viðtal hjá sálfræðingi en ekki er þörf á sérstökum undirbúningi fyrir fyrsta viðtal. Í fyrsta viðtalstímanum mun sálfræðingur afla frekari upplýsinga og í flestum tilvikum eru einstaklingar beðnir að fylla út matslista sem meta nánar líðan einstaklingsins.

Ef sálfræðiskýrslur eða önnur gögn liggja fyrir þá er gott að koma með allt slíkt í fyrsta viðtalstímann. Fjöldi viðtala fer eftir eðli vandans hverju sinni.

,,Að leita til sálfræðings þegar einstaklingi líður illa er jafn eðlilegt og að leita til læknis þegar einstaklingur er veikur”