Almenn líðan

Uppalendur allra barna ættu ávallt að fylgjast grannt með breytingum á líðan. Ýmsir þættir í uppeldi geta haft fyrirbyggjandi áhrif varðandi líðan og hegðun m.a:

  • Dagleg útivera og líkamleg áreynsla

  • Reglulegar samvistir fjölskyldunnar á jákvæðum nótum.

  • Reglulegir fjölskyldufundir þar sem málefni fjölskyldumeðlima og fjölskyldunnar í heild eru rædd.

  • Reglulegar (fyrirfram ákveðnar) gæðastundir hvers barns með öðru foreldrinu eða báðum þar sem markmiðið er að njóta samverunnar við ýmsar ánægjulegar athafnir.

  • Félagsleg virkni.

  • Fjölbreytt áhugamál, sem ýmist eru stunduð með öðrum eða einslega.

  • Sjónvarps- og tölvunotkun haldið innan skynsamlegra marka.

  • Hæfilega ögrandi verkefni, bæði í námi og á öðrum sviðum.

  • Jákvæð athygli frá öðrum fyrir góða viðleitni og frammistöðu í víðu samhengi.

  • Reglulegur svefn.

  • Hollt mataræði.

Previous
Previous

Gagnlegar bækur

Next
Next

Börn með kvíða