sean-stratton-ObpCE_X3j6U-unsplash.jpg

Sálfræðiþjónusta fyrir börn, unglinga & fullorðna

Sálfræðingar Sálarlífs sinna meðferð og greiningu vegna tilfinningavanda, hegðunarvanda, taugaþroskaraskana og sértæks vanda tengdum aðstæðum og daglegu lífi hjá börnum, unglingum og fullorðnum. Lagt er upp með bestu mögulegu meðferð og er hún aðlöguð að þörfum hvers og eins. Einnig er lögð áhersla á að börn, unglingar og fullorðnir séu virkir þátttakendur í eigin meðferð.

Um Sálarlíf

Á sálfræðistofunni Sálarlíf starfar Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur sem er jafnframt eigandi Sálarlífs. Tinna Rut útskrifaðist með Cand.Psych gráðu í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2017. Hún hlaut starfsþjálfun í Miðgarði, Þjónustumiðstöð Grafarvogs- & Kjalarness og einnig starfsþjálfun sem sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöf háskólanema við Háskóla Íslands. Tinna starfar einnig sem sálfræðingur hjá Skólaþjónustu Árborgar og hefur starfað þar síðan 2018. Þar áður starfaði hún sem sálfræðingur hjá Skólaþjónustu Akraneskaupsstaðar. Tinna er einnig kennari að mennt og starfaði sem umsjónarkennari í Sunnulækjarskóla á Selfossi á árunum 2007 - 2015.